Kafla 6
1 Til söngstjórans. Með strengjaleik á áttstrengjað hljóðfæri. Davíðssálmur. (6:2) Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni og tyfta mig ekki í gremi þinni.
2 (6:3) Líkna mér, Drottinn, því að ég örmagnast, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast.
3 (6:4) Sál mín er óttaslegin, en þú, ó Drottinn - hversu lengi?
4 (6:5) Snú þú aftur, Drottinn, frelsa sálu mína, hjálpa mér sakir elsku þinnar.
5 (6:6) Því að enginn minnist þín í dánarheimum, hver skyldi lofa þig hjá Helju?
6 (6:7) Ég er þreyttur af andvörpum mínum, ég lauga rekkju mína í tárum, læt hvílu mína flóa hverja nótt.
7 (6:8) Augu mín eru döpruð af harmi, orðin sljó sakir allra óvina minna.
8 (6:9) Farið frá mér, allir illgjörðamenn, því að Drottinn hefir heyrt grátraust mína.
9 (6:10) Drottinn hefir heyrt grátbeiðni mína, Drottinn tekur á móti bæn minni.
10 (6:11) Allir óvinir mínir skulu verða til skammar og skelfast mjög, hraða sér sneyptir burt.